top of page
Lady ed.jpg

Besti vinurinn

Þessi vefsíða er tileinkuð hundunum mínum Venna, Kollu og Emmu ásamt vel á annað hundrað hundum sem hafa gist hjá okkur.

FORSÍÐA: Welcome

Ýmislegt um mig

IMG_0369 orig.JPG

Kostir mínir og gallar

Ég hef frábært lyktarskyn en ekki svo mikið bragðskyn. Ég hef góða heyrn og sjón en sé bara svart og hvítt og litina gult og blátt og grænt. Ég sé hvernig fólkinu mínu líður og er ánægður þegar það brosir. Þá líður þeim vel. Ég skynja líka á raddblæ þeirra hvað þau eru að segja þó ég skilji ekki öll orðin. Ég þoli sársauka ágætlega og er ekki kvartsár þó mér líði ekki vel þegar ég fæ eyrnabólgu eða fótbrýt mig. Ég er fljótur að hlaupa og ég er þolinn þegar ég er í góðu formi. 

Bella Emma Luns 2019_01_26.jpg

Ég er nægjusamur

Huldufólk býr í stokkum og steinum, hrafninn sefur í klettagjá og hagamýs í haganum (svona að mestu leyti). Ef ég vinn erfiða og óþrifalega útivinnu þá getur bælið mitt verið í þvottahúsinu eða niðri í geymslu. Þegar ég vinn létta innivinnu sef ég í íbúðinni og stundum í stofusófanum. Ég get líka sofið úti í stórhríð. Við störf eða leik, úti í fjósi eða inni í stofu, í taumi eða leikandi laus, á meðan fólkinu mínu finnst vænt um mig þá er ég ánægður.

Lady - Bósi - Pía.jpg

Í aldanna rás

Í  tugþúsundir ára hef ég búið með manninum og oftast höfum við bætt hvorn annan upp og okkur komið vel saman. Ég var með Neanderdals mönnunum á sínum tíma og ég er með þér í dag. Ég hef gætt búfjár og varið fyrir rándýrum, ég hef borið byrðar, dregið sleða og aðstoðað við veiðar. Ég hef fylgt þér í snjó og frosti, yfir vötn og ár, gegnum frumskóga og eyðimerkur og inn á stofugólfið þitt. Menn eru einstakir og yndislegir og ég reyni að vera það líka. 

FORSÍÐA: Services
labrador-retrievers_edited.jpg

Hverjir eru bestir?

Labrador retrievers eru vinsælustu hundar á Vesturlöndum og víðar enda er þeim margt til lista lagt auk þess að vera fallegir, trausir og öruggir heimilishundar. Þeir eru kannske ekki efstir á blaði í öllum löndum en allsstaðar ofarlega á lista

FORSÍÐA: Image

Hundarnir mínir

Venni og snuddan 92.jpg
IMG_0148.JPG
Emma_í_sandi_ed_edited.jpg

Venni 1991-2001

Venni minn var Collie (bendingur?) frá Melgraseyri við Ísafjarðardjúp. Hann fékk fyrstu verðlaun í skólanum sínum og hann kenndi mér að ganga á fjöll. Við fórum vítt og breytt um Reykjanes, Vesturland og Strandir í þeim tilgangi.

Kolla 2002-2010

Kolla mín var Border collie ættuð úr Fljótshlíð og skildi mannamál. Hún gekk menntavegin og státaði af ýmsum menntagráðum. Einstakur hundur sem ég sakna enn og fæ kökk í hálsinn þegar ég hugsa til hennar.

Emma 2008-

Emma mín er blanda af því besta, Labrador, Border collie og Terrier, ættuð frá Akureyri.

FORSÍÐA: Inventory

Íslenski fjárhundurinn

Við Íslendingar eigum séríslenska tegund. Þó það nú væri.

íslenskir_hvolpar_Elma_Cates_okt_2017.jp
IMG_2328.JPG
Kria-2.JPG
Luna.jpg
5140874165_f90d19360f_b.jpg
20190523_155223_edited.jpg
20180412_Nóta_og_Gutti.jpg
Kría 1.jpg
fc32b73e253ce116be13b8a44337c778.jpg
Kaffi-Gryla07-07w.jpg
01-06-07Kaffi jpg.jpg
Kátur Íslendingur 1 Lemur (3).jpg
FORSÍÐA: Gallery

Dag einn á veitingastað

FORSÍÐA: Video
bottom of page