top of page
Search

EMMA - In memoriam

  • Writer: Besti vinurinn
    Besti vinurinn
  • Jun 3, 2024
  • 2 min read



Klukkan 14:43 miðvikudaginn 27. mars 2024 hætti hjarta Emmu að slá. Ég hafði höndina á henni og fann bæði síðustu andadrættina og hvenær hjartað hætti að slá. Hún hefði orðið 16 ára í september n.k.


Emma var heilsuhraust alla tíð en hún hefur þó verið heyrnarlaus og á gigtarlyfjum síðustu árin. Þótt þetta hafi gengið ágætlega, verst með heyrnarleysið, þá hefur jafnt og þétt dregið úr kröftum hennar síðustu mánuði og einkum síðustu vikurnar. Fyrst hætti hún að geta stokkið upp í skottið á bílnum og fékk þá aftursætið til afnota, síðan þurfti hún hjálp til að komast upp í það og síðustu vikurnar hefur hún ekki verið spennt fyrir bíltúrum.


Frá því í haust hefur hún þurft að fara oftar á klóið, líka á nóttunni, en fyrir nokkru fór að bera á því að hún átti erfitt með að setjast á hækjur sínar til að kúka og pissa, einkum hið fyrrnefnda. Í fyrradag kom hún inn eftir stutta útivist draghölt á hægra framfæti. Hún var ekki með nein sjáanleg meiðsli og ég fann enga auma bletti á fætinum eða herðakambinum. Þetta háði henni mikið og batnaði ekki, nema síður væri, og hún missti stjórn á bæði hægðum og þvagláti.

Eftir langa íhugun fannst mér að við þessar aðstæður væri kominn tími til að veita Emmu hvíld eftir langa og farsæla sambúð.


Um leið er auðvitað kafla í mínu lífi einnig lokið, kafla sem átti sínar erfiðu stundir en líka einhverjar bestu stundir mínar og í þeim átti Emma ekki lítinn þátt. Það er tómlegt hér í kvöld og ég lík þessu hér í bili hálf kjökrandi með tissue pakka við hlið mér. Þín veðrur sárt saknað Emma mín.

 
 
 

Comentarios


Post: Blog2_Post
bottom of page