Hundar auka hamingju
- Besti vinurinn
- Jun 30, 2019
- 1 min read
Oxytosin hórmónið hefur verið kallað hamingjuhormónið eða ástarhormónið vegna þess hvernig það tengist líðan manna. Cortisol hefur hinsvegar verið kallað stresshormónið líka vegna áhrifa á líðanina. Í rannsókn sem gerð var í Svíþjóð 2017 voru áhrif samveru manns og hunds á líðan hvors annars mæld miðað við staðlaðar aðstæður.
Tíu karlkyns Labradorhundar eldri en eins árs ásamt 10 kvenkynseigendum sínum á miðjum aldri tóku þátt í rannsókninni sem fólst í að mæla hórmónamagn í blóði þátttakenda áður en rannsóknin hófst (0), eftir 1 mínútu, 3 mínútur, 5, 15, 30 og 60 mínútur en þá lauk rannsókninni. Eigendurnir sátu í stól og fyrstu 3 mínúturnar gældu eigendurnir við hundana en eftir það létu þeir hundana afskipatalausa nema með skipunum til að halda þeim kyrrum við hlið sína.

Comments