top of page
Search

Labrador retriever

  • Writer: Besti vinurinn
    Besti vinurinn
  • Jun 14, 2019
  • 1 min read


Lísa er best og flottust

Labrador hundarnir koma upphaflega frá Nýfundnalandi og enginn veit hvers vegna þeir voru kenndir við Labrador. Á Nýfundnalandi voru þeir á fyrri hluta 19. aldar notaðir til að sækja fugla en einnig til að draga net fyrir fisk og til að sækja fisk sem slapp úr netunum. Enskir ferðamenn kynntust þeim þar, fluttu til Englands og hófu ræktun á þeim á síðari hluta aldarinnar.


Labradorinn ber uppruna sínum merki með þéttan og stutthærðan allaraveðra feld sem heldur ekki í sér vatni og gerir hann frábæran vatnahund. Skottið mjókkar í átt að endanum og er notað bæði til að stýra hundinum á sundi og með því að dilla skottinu til og frá eykur hann sundhraðann.


En kannske eru það þessi stóru góðlátlegu og greindarlegu augu og vinalegt fasið ásamt trygglyndi, námsfýsi og aðlögunarhæfni sem gera Labrador retriever að vinsælasta hundi á Vesturlöndum og víðar. Í BNA hefur hann verið vinsælasti hundurinn í 30 ár samkvæmt upplýsingum frá þarlenda Hundaræktunarfélaginu.

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page